Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
04. september. 2009 12:20

Stefnt að bólusetningu allra landsmanna gegn svínaflensunni

Frá fundi í morgun þar sem aðgerðirnar voru kynntar.
Sóttvarnalæknir gerir ráð fyrir að bóluefni gegn inflúensu A (H1N1) berist til landsins um næstu mánaðamót og að í byrjun október verði unnt að byrja að bólusetja landsmenn gegn veikinni. Stjórnvöld hafa keypt 300.000 skammta sem koma hingað í fjórum sendingum, hinni síðustu um áramót. Einungis verður bólusett á heilsugæslustöðvum, á Landspítala og á Sjúkrahúsinu á Akureyri, annars vegar vegna þess að bóluefnið er vandmeðfarið og hins vegar til að tryggja hámarksnýtingu efnisins. Bólusetja þarf hvern mann tvisvar, á þremur til fjórum vikum, til að tryggja hámarksónæmi eða vernd gagnvart inflúensunni.

Alþjóðaheilbrigðisstofnunin mælist til þess að stjórnvöld í hverju landi skipuleggi bólusetningu og tilgreini þá hópa sem fyrst þarf að bólusetja  Í því ljósi hefur sóttvarnalæknir sent erindi til heilbrigðisstarfsmanna þar sem mælst er til þess að fólk í tilgreindum markhópi I verði bólusett fyrst og síðan endurbólusett þegar næsta sending bóluefnis berst til landsins. Í fyrsta hópi eru heilbrigðisstarfsmenn, sjúklingar með tilgreinda undirliggjandi sjúkdóma, þungaðar konur auk löggæslu- og björgunarmanna. Áætlað er í markhópi I séu um 70.000 manns og  viðkomandi verða gefnar þrjár vikur í október til að mæta í bólusetningu. Eftir það verður hvatt til þess að markhópur II gefi sig fram til bólusetningar, þ.e.a.s. allir á aldrinum sex mánaða til átján ára og láti bólusetja sig á næstu þremur vikum (lok október og fram í nóvember). Öðrum landsmönnum verður síðan boðin bólusetning.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is