Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
06. september. 2009 11:21

Óvenjuleg busavígsla í Menntaskóla Borgarfjarðar

Í stað hefðbundinnar busavígslu, eins og tíðkast við allflesta framhaldsskóla landsins, hefur verið tekin annarskonar stefna við Menntaskóla Borgarfjarðar í Borgarnesi. Þar fara nemendur og kennarar saman í ferðalag til þess að bjóða nýja nemendur velkomna. Að þessu sinni var haldið til höfuðborgarinnar og byrjað á því að stoppa rúturnar við Hvalfjarðargöngin, þar sem nýnemar voru látnir sprella aðeins og syngja fyrir sér eldri og reyndari nemendur. Því næst var farið í keilu í Keiluhöllinni við Öskjuhlíð og var þá öllum, bæði nemendum og kennurum, skipt niður á brautir og að því búnu hafin keppni. Eftir keiluna var farið í litbolta. Sigurliðið var skipað nemendum og mun það síðar keppa fyrir hönd MB í framhaldsskólamóti í litbolta.

Þegar heim var haldið á ný var ákveðið að renna Hvalfjörðinn í stað þess að fara göngin og á leiðinni var stoppað að Hlöðum þar sem farið var í leiki. Sælir og glaðir ferðalangar komu svo heim seinnipart dags og náðu að fá sér smá kríu áður en haldið var á nýnemaball í félagsheimilinu Valfelli. Dansleikurinn tókst vel eins og annað þennan skemmtilega dag.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is