Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
07. september. 2009 12:02

Heimamenn í forystu í Nesbyggðarrallinu

Dalabóndinn var að sjálfsögðu mættur á Trabantinum.
Um liðna helgi fóru tvær síðustu umferðir Íslandsmótsins í rallakstri fram, en ekið var um Snæfellsnes. Á föstudag var dagur keppninnar og fór hún fram að hluta til í myrkri, sem er mjög krefjandi fyrir áhafnir bílanna. Það er skemmst frá því að segja að sigurvegarar næturrallsins urðu heimamaðurinn Páll Harðarson og Aðalsteinn Símonarson úr Borgarnesi á Subaru Impreza en þeir voru rúmlega fjórum mínútum á undan næsta bíl sem þeir Jóhannes V. Gunnarsson og Björgvin Benediktsson óku. Í þriðja sæti komu svo Guðmundur Orri Mckinstry og Hörður Darri Mckinstry á Tomcat, en árangur þeirra er sérstaklega eftirtektarverður þar sem að þeir aka í jeppaflokki. Í 2000 rúmsentimetra flokki unnu Hilmar Bragi Þráinsson og Stefán Þór Jónsson og tryggðu sér þannig Íslandmeistaratitilinn í þeim flokki. Í nýliðaflokki voru þeir Katarínus Jón Jónsson og Ingi Örn Kristjánsson fyrstir í mark.

Almennt voru menn ánægðir með rallið og þótti mönnum myrkrið gefa keppninni skemmtilegt yfirbragð. Miðað við úrslitin héldu menn allmennt að baráttan yrði ekki mikil í seinna rallinu en annað átti eftir að koma á daginn. Haldið var af stað á laugardagsmorgun og keyrt í nágrenni jökulsins. Á fyrstu leið urðu þeir jafnir Páll/Aðalsteinn og Jóhannes/Björgvin og skiptust þessar áhafnir á að taka sekúndur af hvorri annari og fyrir síðustu sérleið var staðan þannig að einungis 6 sekúndur skildu þær að. Á síðustu leiðinni drap Subaru bifreið þeirra Páls og Aðalsteins á sér og gekk erfilega að fá hana í gang aftur og töpuðu þeir þannig forustunni og sigrinum til þeirra Jóhannesar og Björgvins. Í Jeppaflokki sigruðu þeir Sighvatur Sigurðsson og Andrés Freyr Gíslason á Mitsubishi Pajero en þeir voru 29 sekúndum á undan þeim Marian Sigurðssyni og Jóni Þór Jónssyni á Jeep Cherokee. Feðgarnir Hlöðver Baldursson og Baldur Hlöðversson komu fyrstir í mark í 2000 flokki en þeir höfðu háð mikla baráttu við hina feðgana, Sigurð Óskar Sólmundarson og Odd B. Sigurðsson en þeir duttu út eftir að það gaf sig hjólabúnaður að framan. Nýliðaflokkinn sigruðu Halldór Vilberg Ómarsson og Sigurður Arnar Pálsson og gulltryggðu þannig sinn titil.

 

Það óhapp kom upp á leiðinni um fjórðu sérleið um Jökulháls að einn keppnisbílanna lenti utan vegar. Kalla þurfti til sjúkrabíl til að flytja áhöfnina á sjúkrahús til nánari skoðunar. Við þetta tafðist rallið og var það á endanum stytt um tvær leiðir. Áhöfnin úr útafkeyrslunni slapp án beinbrota, en marðist og tognaði. Þakkað var góðum öryggisbúnaði að ekki varð alvarlegt slys, en líklegast er bíllinn ónýtur.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is