Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
07. september. 2009 03:02

Árni Múli skipaður fiskistofustjóri

Jón Bjarnason ráðherra afhendir Árna Múla skipunarbréf sitt.
Árni Múli Jónasson lögfræðingur hefur verið skipaður fiskistofustjóri til næstu fimm ára. Var hann valinn úr hópi 12 umsækjenda. Frá 1. september síðastliðnum hefur Þórði Ásgeirssyni verið veitt lausn frá störfum að eigin ósk, en hann hefur stýrt Fiskistofu frá stofnun hennar. Árni Múli er héraðsdómslögmaður og hefur meistarapróf í alþjóðlegum mannréttindalögum frá háskólanum í Lundi. Hann hefur starfað á Fiskistofu frá árinu 1992, fyrst sem forstöðumaður veiðistjórnunarsviðs og síðan 1999 sem aðstoðar fiskistofustjóri, að frátöldum þrem árum.

Árni Múli er Borgfirðingur að uppruna, yngsta barn hjónanna Jónasar Árnasonar, skálds og rithöfundar á Kópareykjum og Guðrúnar Jónsdóttur konu hans. Eiginkona Árna Múla er Arnheiður Helgadóttir frá Snældubeinsstöðum, en þau búa ásamt börnum sínum á Akranesi.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is