Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
08. september. 2009 01:50

Krefur N1 um að greiða áður umsamdar hækkanir

Vilhjálmur Birgisson
Verkalýðsfélag Akraness, með formanninn Vilhjálm Birgisson í broddi fylkingar, heldur áfram í baráttunni um að knýja betur stæð fyrirtæki til að greiða launahækkanir til starfsfólks sem áttu að koma til 1. mars síðastliðinn en forusta ASÍ samþykkti að fresta. Eftir að birt var uppfjör fyrstu sex mánaða ársins hjá N1 og í ljós kom að fyrirtækið var rekið með tæplega hálfs milljarðs hagnaði, sendi VLFA stjórn N1 bréf fyrir skömmu þar sem góðri afkomu var fagnað, en jafnan hvatt til þess að félagið greiddi starfsmönnum umsamdar launahækkanir sem áttu að koma til greiðslu 1. mars og þá var frestað og síðan að hluta til aftur í júní sl.

Barátta forustu VLFA fyrir því að boðaðar 1. mars hækkanir öðluðust gildi varð til þess að stjórnendur HB Granda létu til leiðast fyrr á árinu að greiða þessar launahækkanir engu að síður en arð til sinna hluthafa. Í kjölfarið fylgdu nokkur fyrirtæki sem ákváðu að borga sínu starfsfólki umsamdar launahækkanir.

„Það er skoðun stjórnar Verkalýðsfélags Akraness að þau fyrirtæki sem hafi fjárhagslega burði til að standa við þann hóflega gerða kjarasamning frá 17. febrúar 2008 eigi að standa við hann. Stjórn Verkalýðsfélags Akraness væntir þess að fá skriflegt svar frá stjórn N1 um þá áskorun sem félagið sendi frá sér, um leið og stjórn N1 hefur fjallað um erindi Verkalýðsfélags Akraness,“ segir m.a. í tilkynningu frá félaginu.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is