Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
08. september. 2009 12:03

Einungis verstu kaflar veganna heflaðir

Hann var staddur í Hvammssveitinni að enda við svokallaðan Strandahring, Sæmundur Jóhannsson veghefilsstjóri, þegar blaðamaður Skessuhorns var þarna á ferðinni fyrir helgina. „Ég er núna að taka haustrúntinn á vegina og búa þá undir veturinn. Það er mikið um malarvegi hérna í umdæmi Vegagerðarinnar í Búðardal og við viljum gjarnan sinna þeim vel, en núna þarf orðið að halda dálítið vel í hjá Vegagerðinni. Við starfsmennirnir höfum þó fyrst þurft að horfa upp á verulegan samdrátt núna eftir mitt þetta ár.“ Sæmundur veghefilsstjóri sagði að þetta kæmi meðal annars fram í því að núna væru bara heflaðir verstu kaflarnir í malarvegunum og átti blaðamaður eftir að verða þess var þegar hann hélt áfram ferð sinni út Fellsströndina.

„Það er talsvert öðruvísi að fara núna yfir vegina en á sama tíma í fyrra. Þá var heilheflun á vegunum. Það sem gerir okkur erfiðara fyrir við heflunina núna en áður er hvað vegirnir eru þurrir. Við þurfum rekju og núna hefur þurft að senda vatnsbíl á undan mér. Að vorinu bleytum við vel í vegunum fyrir heflun og endum á því að setja rykbindingu, sem svo sannarlega hefur ekki veitt af eins og sumrin síðustu hafa verið, bæði heit og þurr.“

 

Sæmundur segist ekki vera með heildartöluna á malarvegum sem eru í umsjón Vegagerðarinnar í Búðardal. „Þetta er mjög stórt svæði sem við erum með. Það nær alveg út í Álftafjarðarbotn, allur Heydalurinn, þessi Strandahringur, Haukadalsskarðið, auk styttri sveitavega og heimreiða á bæi,“ segir Sæmundur Jóhannsson.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is