Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
15. september. 2009 07:28

Grænlenskur kór í heimsókn á Akranes

Grænlenskur kór frá Quqortoq á suðvestur Grænlandi mun halda tónleika í Tónbergi, sal Tónlistarskólans á Akranesi, í dag klukkan 15.00. Er aðgangur ókeypis. Quqortoq er vinabær Akraness á Grænlandi. Bærinn hét áður Julianhaab og er á svæði þar sem íslenskir landnemar settust að fyrir þúsund árum.  Þetta er í fyrsta skipti sem kórinn kemur til Íslands, en tilgangurinn með heimsókninni er að styrkja menningartengsl landanna. Í kórnum eru 15 manns og stjórnandi er Jens Adolfsen. Auk þeirra kemur 73 ára gamall trommudansari, Jerimias Sanimuinaq með kórnum og sýnir listir sínar. Kórinn mun einvörðungu flytja grænlenska söngva sem eru mjög forvitnilegir fyrir okkur Íslendinga. Flestir kórfélaga verða í grænlenskum þjóðbúningi, en það er alkunna að búningur grænlenskra kvenna er einhver sá litríkasti í heiminum. 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is