Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
11. september. 2009 08:03

Stytting vega til skoðunar hjá SSV

Frá mótum Kaldadals- og Uxahryggjavegar
Stytting Snæfellsnesvegar um sex kílómetra við Eldborg á Mýrum framhjá Laugargerði, vegstytting milli Akraness og Borgarness um Grunnafjörð og heilsársvegur um Uxahryggi eru nú til skoðunar hjá starfsmönnum Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi. Vífill Karlsson, hagfræðingur hjá SSV, segir unnið að greiningu á þessum vegaköflum. “Við erum komnir lengst með að skoða arðsemi Eldborgarvegar og Grunnafjarðarvegar en skemur á veg komnir með að skoða vegaumbætur um Uxahryggi,” sagði Vífill í samtali við Skessuhorn.

Vegagerðin hefur þegar lýst yfir vilja sínum varðandi veg yfir Grunnafjörð en ekki er vitað um afstöðu á þeim bæ til hinna hugmyndanna. “Með vegi yfir Grunnafjörð verður lítil sem engin stytting á hringveginum en sex kílómetra stytting milli Akraness og Borgarness. Sú vegarlagning yrði hagkvæm og við hana sparast tvöföldun vegarins frá Leirá í Melasveitina. Eldborgarvegurinn snertir í raun fleiri bíla en Grunnafjarðarvegurinn en hins vegar er alls óvíst hver afstaða umhverfisyfirvalda og annarra er varðandi þann veg. Við gefum okkur tíma í að skoða þetta og reiknum ekki með niðurstöðum fyrr en í lok ársins,” sagði Vífill.

 

Davíð Pétursson, formaður samgöngunefndar SSV segir þessar vegahugmyndir hafa verið ræddar á fundi nefndarinnar fyrir nokkrum dögum. Hann sagðist reikna með að þær yrðu teknar til umræðu á aðalfundi SSV sem hefst í Reykholti í dag.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is