Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
10. september. 2009 01:02

Borgarfjörður heillar skagfirska kylfinga

Burtfluttir skagfirskir kylfingar völdu Borgarnes annað árið í röð undir sitt árlega golfmót, Skagfirðingamótið, sem fór fram í miklu blíðskaparveðri laugardaginn 5. september sl. Mótið hefur verið haldið í meira en tíu ár sunnan heiða og hefur undið upp á sig með ári hverju. Metþátttaka var að þessu sinni. Yfir 80 kylfingar mættu til leiks, þar af um 20 að norðan, og komust færri að en vildu, slík er aðsóknin orðin í mótið. Voru keppendur teknir inn af biðlista á lokasprettinum. Skal engan undra þar sem verðlaun eru jafnan glæsileg, hver einasti keppandi kemur heim með verðlaun – bara mismikil eftir því hver árangurinn hefur verið á golfvellinum og heppnin í úrdrætti á skorkortum.

Á mótið í fyrra mætti Páll S. Brynjarsson, bæjarstjóri í Borgarbyggð, sem er Skagfirðingur í húð og hár, til að afhenda verðlaun en hann komst ekki að þessu sinni til að heilsa upp á gamla sveitunga. Hið minnsta einn Borgnesingur var meðal keppenda, Jón Jósafat Björnsson, sem er hálfur Skagfirðingur, og hélt uppi merki heimamanna. Hann komst þó ekki á blað yfir efstu menn en stóð engu að síður fyrir sínu og vel það.

Gefendur verðlauna voru yfir 30 talsins; frá einstaklingum til stórfyrirtækja, en stærstu styrktaraðilar voru Flugfélag Íslands, Hótel Hamar í Borgarnesi, BM Vallá í Borgarnesi og Alcan í Straumsvík.

 

Skagfirðingar reikna fastlega með að mæta í Borgarfjörðinn að ári, ekki síst þar sem þeim þykir Hamarsvöllur einstaklega skemmtilegur, hafa í bæði skiptin fengið frábært veður og síðast en ekki síst notið dyggrar aðstoðar framkvæmdastjóra Golfklúbbs Borgarness, Jóhannesar Ármannssonar.

 

Texti og mynd: Björn Jóhann Björnsson.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is