Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
09. september. 2009 11:35

Síðasta skip sumarsins statt í Grundarfirði

Í dag er síðasta skemmtiferðaskip sumarsins statt í Grundarfirði. Þetta er skipið Tahitian Princess, en það er að koma í annað skiptið í ár. Að því tilefni verður markaðurinn “Komdu í land” opinn í gömlu Hamrabúðinni frá klukkan 8:00 – 16:00. Til sölu er að vanda handverk og einnig er lagersala á skóm og ýmsum öðrum vörum. Nýbreytni er afsláttarhorn með prjónavörum ýmiss konar. Verkefnið Komdu í land byrjaði í kjölfar vinnufundar, sem Útflutningsráð hélt í Grundarfirði í janúar. “Markmiðið með þeim fundi var að hvetja okkur heimamenn í Grundarfirði til að nýta okkur komu skemmtiferðaskipanna hingað, búa til afþreyingu fyrir farþegana og selja þeim varning, merkja gönguleiðir og búa til afþreyingu. Við fengum styrk frá Vaxtarsamningi Vesturlands til að starta þessum markaði og það var mikilvægt,” segir Steinunn Hansdóttir í Grundarfirði, en hún hafði forgöngu um að opnaður var markaður með handverk, minjagripi og fleira í þessu yfirgefna verslunarhúsi við höfnina í Grundarfirði.

Steinunn segir markaðinn hafa gengið vel í sumar. Hann hafi alltaf verið opinn þegar skemmtiferðaskip komu en einnig á sérstökum góðviðrisdögum og á bæjarhátíðinni „Á góðri stundu.”

„Það hefur verið fastur hópur kvenna með söluvörur hér, flestar eru þær héðan og frá öðrum stöðum á Snæfellsnesi en svo hafa líka verið hér konur lengra að komnar. Söluvarningurinn hefur líka verið ótrúlega fjölbreyttur. Tveir karlar hafa líka komið við sögu en það er hann Sverrir ljósmyndarinn okkar hér, sem hefur verið með myndir alla opnunardaga og svo hefur hann Stefán úr Ólafsvík líka verið með ljósmyndir hérna stöku sinnum. Hér eru svo til kort sem ég lét gera með myndum héðan eftir Sverri og þau eru vinsæl.”

 

Steinunn segir misjafnt hve mikið og hvernig vöru ferðamenn kaupi. „Þetta eru svo mismunandi hópar sem koma með skipunum. Einn daginn getur verið mikil sala í minjagripum en þegar næsta skip kemur seljast kannski eingöngu ullarvörur. Það er mikil fjölbreytni í varningi og í sumar hefur oft verið sneisafullt af fólki hérna að selja handverk sitt. Svo höfum við verið með markaðsdaga hérna, nokkurskonar flóamarkað og núna miðvikudaginn 9. september þegar síðasta skipið kemur verðum við með mikla lagersölu, bæði sölu á varningi frá okkur konunum og úr versluninni sem var hér í húsinu. Við ætlum svo að slútta þessu með lokahófi. Förum saman út að borða og höfum gaman hver af annarri,” segir Steinunn.

 

Markaðurinn í Grunarfirði hefur gengið vel í sumar og Steinunn segir fullan hug í konunum að halda áfram næsta sumar en óvissa sé um hvort þær fái þetta góða húsnæði áfram. „Við bindum líka miklar vonir við nýju flotbryggjuna sem á að setja niður hérna inni í höfninni. Þar koma farþegarnir af skemmtiferðaskipunum framvegis í land og hún er bara í göngufæri við okkur í þessu húsi. Ég er nú að vona að hún verði komin núna þegar síðasta skipið kemur en það er ekki víst að það takist. Það er langt fyrir farþega skemmtiferðaskipa að ganga hingað í bæinn innan úr smábátahöfninni þar sem þeir eru settir í land og því fengum við lánaða rútu og bílstjóra til að keyra þá hingað. Gísli á hótelinu lánaði okkur rútuna og svo höfum við fengið góðviljaða bílstjóra til liðs við okkur. Við látum rútuna stoppa hér upp við búðina og Sögumiðstöðina svo fleiri njóta góðs af þessum ferðum en við hér á markaðnum. Við björgum okkur,” segir Steinunn og bætir við að oftast verði einhverjir farþegar skemmtiferðaskipa eftir í Grundarfirði þótt margir fari í ferðir meðan skipið stoppar. “Það er aðeins í tveimur tilvikum í sumar sem allir farþegar hafa farið í ferð eitthvað annað og ekkert heimsótt okkur Grundfirðinga,” segir Steinunn Hansdóttir í Grundarfirði.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is