Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
10. september. 2009 03:02

Lifnar yfir höfnunum á nýju fiskveiðiári

Þórður í vigtarskúrnum í Rifi.
Aukið líf er nú að færast yfir hafnir landsins með nýju fiskveiðiári. Höfnin í Rifi er ein þeirra fiskihafna sem hafa tekið á móti sífellt meiri sjávarafla síðustu árin. Þórður Björnsson hafnarvörður var á vaktinni í vigtarskúrnum á föstudaginn þegar blaðamann Skessuhorns bar að. Hann segir allt vera að lifna við þessa dagana. „Þetta er allt komið á skrið eftir að flestir bátarnir höfðu verið stopp vegna kvótaleysis, sumir síðan í maí. Það voru bara þeir kvótahæstu sem gátu verið að allt árið.”  Fjórir stórir línuveiðarar voru að landa í Rifi á föstudaginn. Tjaldur var með 41 tonn og Saxhamar sömuleiðis en Örvar var með 22 tonn.

Þórður segir snurvoðarbátana alla hafa byrjað veiðar fyrsta september en þeir eru fjórir sem leggja upp í Rifi. „Það hefur verið sæmilegt hjá þeim, svona frá fimm tonnum og upp í tólf tonn í róðri. Þetta er aðallega þorskur en smávegis af ýsu með. Svo eru þrír bátar héðan á skötuselsnetum og það hefur gengið þokkalega hjá þeim, smábátarnir héðan hafa verið að róa frá Arnarstapa núna, það er hagstæðara fyrir þá í norðanátt,” sagði hafnarvörðurinn Þórður Björnsson, sem ásamt kollegum sínum við hafnir Snæfellsbæjar, sinnir einnig höfnunum í Ólafsvík og á Arnarstapa.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is