Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
09. september. 2009 04:03

Hjónin í Gröf, handhafar umhverfisverðlauna Hvalfjarðarsveitar

Þau sitja í sólstofunni og láta fara vel um sig, þegar blaðamann Skessuhorns ber að garði. Uppi á vegg innan um blómaskrúð hangir koparskjöldur sem er viðurkenning frá Hvalfjarðarsveit; Umhverfisverðlaun 2009. Hjónin Rut Hallgrímsdóttir og Jón Eiríksson fluttu að Gröf II í Hvalfjarðarsveit frá Akranesi árið 1978 en hálfa jörðina Gröf eignuðust þau á móti foreldrum Jóns, þeim Guðveigu Jónsdóttur og Eiríki Jónssyni, árið 1966. Þau Rut og Jón segja umhverfisverðlaunin núna hafa komið þeim þægilega á óvart og þau hafi búist við að einhverjir aðrir hlytu þau.  Um aðdragandann að því að þau eignuðust jörðina segir Jón: „Um þetta leiti fékk ég 240 þúsund krónur í bætur eftir slys á hönd. Þá kostaði ný Ford Cortina 183 þúsund krónur og mig langaði mikið í nýjan bíl. Pabbi var að kaupa Gröf af Runólfi heitnum bónda hér og eftir miklar vangaveltur varð það úr að ég keypti helminginn á móti honum og borgaði 175 þúsund krónur fyrir. Ég man að Runki gamli í Gröf vildi að ég legði peninganna inn á bók í Sparisjóðnum á Akranesi á hans nafni og kæmi svo með bókina til hans, sem ég gerði.”

Sjá viðtal við hjónin í Gröf í Skessuhorni sem kom út í dag.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is