Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
11. september. 2009 11:02

Fór holu í höggi á afmælisdeginum

Guðmundur skömmu eftir höggið góða. Ljósm. FA
Þann 09.09.09., eða síðastliðinn miðvikudag, gerði Guðmundur Valdimarsson í Golfklúbbnum í Leyni sér lítið fyrir og fór holu í höggi með járni níu á 3. braut Garðavallar á Akranes. Það sem gerði þennan atburð enn skemmtilegri var að hann bar upp á 77. afmælisdag hans. Með Guðmundi að leik voru golffélaganir Karl S. Þórðarson og Alfreð Viktorsson.  Þetta er reyndar ekki í fyrsta skiptið sem Guðmundur fer holu í höggi, það gerði hann fyrir um 15 árum, einnig á Garðavelli. Þá lenti kúlan í þeirri holu sem nú er 18. holan á Garðavelli. Guðmundur hefur spilað golf frá því hann var um fimmtugt og eftir að hann varð „löggiltur“ falla ekki margir dagar úr yfir sumarið án þess að hann fari níu eða átján holur á vellinum.

Í samtali við Skessuhorn sagði Guðmundur að af sjálfsögðu þyrfti allt að vera löglegt þegar menn fara holu í höggi, félagnir þyrftu að kvitta á kort því til staðfestingar. „Menn gera þetta ekki einn, tveir og þrír. Ég held það megi segja að jafnvel séu meiri möguleikar á því að fá stóra vinninginn í happdrættinu en fara holu í höggi. Mörgum „rútineruðum“ kylfingum tekst það aldrei á lífsleiðinni, eru ekki svona heppnir.“

 

Nánar verður spjallað við Guðmund í næsta Skessuhorni.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is