Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
11. september. 2009 12:12

Alþjóðabjörgunarsveitin sett í viðbragðsstöðu

Hin ímyndaða Thule eyja er suður af Grænlandshafi
“Alþjóðabjörgunarsveit Slysavarnafélagsins Landsbjargar hefur verið sett í viðbragðsstöðu eftir að jarðskjálfti upp á 7,4 á Richther varð í eyríkinu Thule klukkan 10.33 í gær. Enn hefur ekki verið óskað eftir alþjóðlegri aðstoð en fréttaflutningur bendir til þess að svo muni verða innan skamms.  Að minnsta kosti 50 manns eru látnir, slasað fólk fyllir heilbrigðisstofnanir landsins og skemmdir á húsum og vegakerfi eru miklar.” Þannig hljóðar upphaf fréttatilkynningar frá Landsbjörgu.  Thule er auðvitað ekki raunverulegt land en þetta eru aðstæður sem blasa við íslensku alþjóðasveitinni sem þessa dagana og til sunnudags fer í gegnum umfangsmikla æfingu sem sett er upp vegna úttektar INSARAG sem eru samtök alþjóða rústabjörgunarsveita sem starfa undir hatti Sameinuðu þjóðanna og samkvæmt reglum frá INSARAG.

Gert ráð fyrir að alþjóða björgunarsveitir þurfi að uppfylla ákveðnar kröfur til að teljast fullgildar. Gerð er úttekt á sveitum og standist þær hana fá þær ákveðinn gæðastimpil (External Classification). Íslenska sveitin ein af fyrstu sveitum í  heiminum sem undirgengst slíka úttekt.

 

Æfingin fer fram á Gufuskálum 9.- 13. september og hingað til lands er komið 10 manna úttektarteymi INSARAG. Einnig eru rúmlega 20 manns frá sveitum víðs vegar að úr heiminum sem bráðlega fara í úttekt til að fylgjast með og læra af reynslu íslensku sveitarinnar. Undirbúningur sveitarinnar fyrir þessa æfingu hefur staðið yfir í langan tíma; sveitin hefur æft vel auk þess sem mikil pappírsvinna fylgir þessu ferli.

 

Um 70 manns eru á útkallslista Íslensku alþjóðasveitarinnar og taka 35 af þeim þátt í æfingunni á Gufuskálum en gera má ráð fyrir að yfir 100 manns komi að verkinu auk björgunarsveita og slysavarna/kvennadeilda á Snæfellsnesi.

 

Æfingin er keyrð á eins raunverulegan hátt og kostur er. Sveitin fer utan á vegum íslenska ríkisins og því þarf  utanríkisráðherra, f.h. ríkisstjórnar Íslands, að samþykkja förina. Einnig þurfa meðlimir sveitarinnar að fara í gegnum hefðbundna tollskoðun og vegabréfaeftirlit. Þess er gætt að allir séu með fullgildar bólusetningar til að starfa í „skaðalandinu“ og fréttatilkynningar verða sendar reglulega til fjölmiðla á meðan á æfingu stendur.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is