Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
11. september. 2009 03:34

Verðlaunamynd í Ljósmyndasamkeppni Vesturlands

Verðlaunamyndin.
Síðari hluta sumars stóð Markaðsstofa Vesturlands, ásamt ferðaþjónum, fyrir ljósmyndasamkeppni og fór keppnin fram á samfélagsvefnum Facebook. Ekki er vitað til að samsvarandi keppni hafi verið haldin á þeim vettvangi áður. Alls bárust rúmlega 700 myndir í keppnina og fór þátttakan fram úr björtustu vonum, að sögn Jónasar Guðmundssonar hjá Markaðsstofunni. “Við í dómnefndinni vorum í stökustu vandræðum því mikið af mjög góðum myndum bárust og það var gaman að sjá hvernig hver og einn sér Vesturland með sínum augum en skilyrði var að myndirnar væru teknar á Vesturlandi. Það var því mikil yfirlega hjá okkur þar til við stóðum að lokum uppi með þrjár myndir sem við töldum bera af,” segir Jónas. Í fyrsta sæti varð mynd eftir Valgerði Hlín Kristmannsdóttur, háskólanemanda á Hvanneyri (ekki Bifröst eins og misritaðist í Skessuhorni), en Valgerður er frá Ólafsvík.  

Myndin sýnir hana sjálfa með folaldi og í umsögn dómnefndar segir að myndin sýni vel traust tengsl á milli stúlkunnar og folaldsins.

Sjá nánar í Skessuhorni vikunnar.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is