Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
14. september. 2009 09:04

Útvarpið að færa sig um set í Borgarnesi

Gísli í starfsstöð RUV við Bröttugötu.
Starfsstöð Ríkisútvarpsins í Borgarnesi mun um næstu mánaðamót verða færð um set í bænum í nýtt framtíðarhúsnæði Svæðisútvarps Vesturlands, að sögn Gísla Einarsson frétta- og dagskrárgerðarmanns. Útvarpið hefur undanfarin ár verið í gömlu húsi við Bröttugötu en flytur á jarðahæð Menntaskóla Borgarfjarðar við Borgarbraut. Í samtali við Skessuhorn sagði Gísli að nýja húnsæðið væri á allan hátt ákjósanlegra. „Það sem við erum að sækjast eftir er að verða sýnilegri og nýja staðsetningin þýðir að við verðum meira en áður innan um fólkið. Nú er væntanlega stutt í að Borgarfjörðurinn komi inn á svæði útvarps Vestfjarða og Vesturlands og mér sýnist að þetta sé hentugt framtíðarhúsnæði fyrir svæðisútvarpið,“ segir Gísli.

Ríkisútvarpið hefur tekið á leigu tvö herbergi á jarðhæðinni rétt við anddyri Menntaskólans.

Gísli segir að auk fyrrnefndra kosta sé auðvelt um vik er varðar viðbótar tölvutengingar á nýja staðnum. „Þetta er gott húsnæði og nú er ekki eins og áður gerðar kröfur um lofttæmt rými til upptöku. Svo hlökkum við til samvinnu við menntaskólann þegar þar að kemur,“ sagði Gísli Einarsson.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is