Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
14. september. 2009 10:05

Umferðarráð vekur athygli á öryggi grunnskólabarna

Á fundi Umferðarráðs í síðustu viku var samþykkt ályktun um öryggi grunnskólabarna í umferðinni. „Starfsemi grunnskóla er nú komin í fullan gang með tilheyrandi umferð. Sjaldan hafa fleiri börn hafið grunnskólanám hér á landi og því er mikil ástæða til að beina athygli að öryggi þeirra og umhverfi. Foreldrar og forráðamenn þurfa að undirbúa börnin, leiðbeina þeim og velja öruggustu leiðina í skólann. Ökumenn þurfa að vera sérlega vel á verði og minnt er á að víðast hvar er hámarkshraði við grunnskóla 30 km/klst.”  Þá segir að á undanförnum árum hafi foreldrar verið hvattir til að láta börn sín fara gangandi í skólann, þar sem víða eru aðstæður til að hleypa börnum út úr bíl takmarkaðar og geta hugsanlega skapað hættu. Umferð bíla foreldra skapar oft á tíðum mestu hættuna við skólana.

“Senn líður að því að skyggja taki og þess vega er eðlilegt að minna enn og aftur á mikilvægi endurskinsmerkja til öryggis fyrir gangandi fólk, jafnt börn sem fullorðna,” segir í ályktun umferðarráðs. 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is