Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
11. september. 2009 03:33

Aðalfundur SSV fer nú fram í Reykholti

Sveitarstjórnarmenn hafa áhyggjur af að tekjur samtaka sveitarfélaga geti minnkað verulega vegna skertra framlaga úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga og frá Byggðastofnun. Þetta kom fram á aðalfundi Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi sem hófst í Reykholti í morgun og lýkur á morgun. Páll S. Brynjarsson formaður samtakanna segir að 40% tekna SSV komi frá þessum stofnunum, eða um 30 milljónir af 70 milljónum. Hann sagði ekki koma í ljós fyrr en í lok árs hve skerðingin verður mikil en gera mætti ráð fyrir að hún verði talsverð. Hann sagði þó SSV geta aukið sértekjur sínar og þá sérstaklega með aukinni atvinnuráðgjöf sem seld væri fyrirtækjum og stofnunum.

Um þrjátíu fulltrúar sveitarfélaga sitja aðalfundinn í Reykholti og hátt í tveir tugir gesta, sem eru þingmenn kjördæmisins, fulltrúar Sambands íslenskra sveitarfélaga, Jöfnunarsjóðs gog fleiri.

Jón Bjarnason, landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra, ávarpaði fundinn eftir hádegið og svararði fjölmörgum fyrirspurnum fundarmanna um sjávarútvegs- og landbúnaðarmál.

 

Ítarleg umfjöllun um fundinn verður í næsta Skessuhorni. 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is