Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
14. september. 2009 07:28

Íslenska sveitin fékk vottun eins og stefnt var að

Hópurinn eftir að ljóst varð að vottunin fengist.
Íslenska alþjóðasveitin í rústabjörgun hlaut á laugardaginn formlega vottun sem fullgild alþjóðleg rústabjörgunarsveit frá INSARAG, sem eru samtök alþjóðlegra rústabjörgunarsveita sem starfa undir hatti Sameinuðu þjóðanna. 10 manna útektarteymi frá INSARAG hafði dagana áður verið með sveitinni á strangri æfingu á Gufuskálum á Snæfellsnesi.  Umsögnin sem sveitin hlaut frá úttektarteyminu að æfingu lokinni var afar góð. Þar sagði m.a. að sveitin hafi sýnt mikla fagmennsku í öllum verkum sem leiddi til góðrar frammistöðu. Einnig var tekið eftir afar öguðum vinnubrögðum og góðum anda innan hennar.  

Undirbúningur íslensku alþjóðasveitarinnar fyrir þessa úttekt hefur verið langur og strangur. Sveitin hefur æft vel en auk þess liggur mikil vinna að baki þess að búnaður sé réttur og í lagi, bólusetningar meðlima í gildi og að pappírsvinna sé í lagi svo fátt eitt sé nefnt. Í sveitinni eru björgunarmenn sem hafa sérhæft sig í rústabjörgun, læknar, bráðatæknar, sérfræðingar í eiturefnum, fyrstuhjálpar- og fjarskiptamenn. Búnaður sveitarinnar vegur allt að 14 tonnum en umfang hans fer eftir þeim verkefnum sem sveitin er að fara í hverju sinni. Gert er ráð fyrir að sveitin geti starfað án utankomandi aðstoðar í 10 daga.

 

 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is