Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
13. september. 2009 05:29

Votviðrasamt og þoka á gangnamenn

“Þetta er búið að vera djöfull þungt og erfitt að reka féð. Það hefur verið talsverð þoka á sumum leitarmönnum og þá hefur rigning og rok gert okkur lífið leitt. Það er svosem hægt að klæða af sér rigninguna en það er djöfullegt að leita þegar þoka birgir sýn,” sagði Kristján Axelsson, fjallkóngur Tungnamanna og Þverhlíðinga í samtali við Skessuhorn nú síðdegis í dag. Hann var þá staddur á Hermundarstaðahálsi og var strekkingsvindur en þurrt á síðasta spölnum áður en féð er rekið í Þverárrétt. Kristján segir að smalamennskan hafi þrátt fyrir veðrið gengið áfallalaust fyrir sig. Vænleika dilka segir hann góðan. Svipaða sögu höfðu gangnamenn úr uppsveitum Borgarfjarðar að segja en þeir leituðu Arnarvatnsheiði síðustu daga og ráku til Fljótstunguréttar í gær. Féð virtist vænt, en rigning og rok hafði gert smalamennskuna erfiða á heiðinni, sérstaklega á föstudaginn. Meðfylgjandi mynd er af fénu af Arnarvatnsheiði þar sem það rennur niður haustlitaprýtt Hallmundarhraunið og síðasta spölinn til réttar.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is