Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
15. september. 2009 10:02

Norðurál semur við erlenda banka um fjármögnun Helguvíkur

Norðurál hefur samið við þrjá erlenda banka, BNP Paribas, Societe Generale og ING um umsjón með fjármögnun byggingar álversins í Helguvík. Bankarnir munu leiða verkefnafjármögnun vegna framkvæmdanna á alþjóðlegum lánamörkuðum. „Það er ánægjulegur áfangi að hafa skipað sér við hlið þessara sterku banka,” segir Ragnar Guðmundsson, framkvæmdastjóri Norðuráls. „Við höfum  átt árangursríkt samstarf við þessa banka vegna fjármögnunar  framkvæmda við álverið á Grundartanga allt frá árinu 1997 og þeir sýna fyrirhugaðri framkvæmd í Helguvík mikinn áhuga. Nú er mikilvægt að orkufyrirtækin geti komið sínum áætlunum í framkvæmd,” segir Ragnar.

Samkvæmt nýlegum stöðugleikasáttmála hefur ríkisstjórnin samþykkt að greiða götu þegar ákveðinna stórframkvæmda samanber þjóðhagsáætlun, s.s. framkvæmda vegna álvers í Helguvík. Áætlað er að álframleiðsla hefjist í Helguvík síðla árs 2011.

 

„Við leggjum allt kapp á að byggingaframkvæmdir við þetta gríðarlega mikilvæga verkefni komist á fullt. Það er hart lagt að okkur úr öllum áttum að þessari framkvæmd miði áfram vegna þeirra starfa sem hún mun skapa og þeirra jákvæðu áhrifa sem hún mun hafa á íslenskt efnahagslíf,“ segir Ragnar Guðmundsson ennfremur í tilkynningu á heimasíðu Norðuráls. Þar kemur fram að kappkostað verði að engar hindranir af hálfu stjórnvalda verði í vegi slíkra framkvæmda eftir 1. nóvember næstkomandi. Sveitarfélög og önnur stjórnvöld tryggi að farið verði að tímafrestum við gerð skipulags og allra leyfisveitinga og greitt verði fyrir nýjum fjárfestingum eins og kostur er.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is