Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
15. september. 2009 03:30

Hart barist við kynningu á vetrardagskrá Landnámsseturs

Það var sannkallað vopnaskak á slóðum Brákar við Landnámssetrið í Borgarnesi á laugardaginn. Þar sýndi félagið Rimmugýgur, áhugahópur um menningu víkinga, bardagalist. Var hvergi gefið eftir og urðu menn sárir þó enginn hafi verið veginn að þessu sinni. Vopnaskakið markar upphaf vetrarstarfs Landnámssetursins. Að sögn þeirra hjóna, Kjartans og Sigríðar Margrétar sem reka staðinn, hefur verið gríðarleg aukning í gestafjölda undanfarna mánuði og horfi þau því bjartsýn til vetrarins enda af nægu að taka í fjölbreytri dagskrá.

Meðal afþreyingar má nefna að haldið verður áfram með verðlaunasýningarnar á Brák og Mr. Skallagrímsson, en nú mun Hilmir Snær Guðnason taka við hlutverki sögumannsins í stað Benedikts Erlingssonar og hefjast sýningar í nóvember.

Þá mun Einar Kárason halda áfram að varpa ljósi á atburði Sturlungaaldar í Stormum og styrjöldum. Auk þess verða nokkrar gestasýningar og fjölbreytt tónlistardagskrá í vetur þar sem meðal annars Bítlatónleikar Bandsins bak við eyrað halda áfram.

 

21 manns saknað

Einleikurinn 21 manns saknað eftir þá Berg Þ. Ingólfsson, Víði Guðmundsson og Guðmund Brynjólfsson verður frumsýndur í Landnámssetrinu næstkomandi föstudag klukkan 20. Grindvíska atvinnuleikhúsið, GRAL, stendur fyrir sýningunni en verkið var fyrst tekið til sýninga í Grindavík fyrir ári. Leikverkið hlaut tilnefningu til Grímuverðlaunanna 2009 sem besta leiksýningin. Leikritið byggir á ævi séra Odds V. Gíslasonar sem lengi var prestur í Staðarsókn í Grindavík. Á seinni hluta 19. aldar þegar stór hluti þjóðarinnar bjó enn í torfkofum og sjómenn reru á opnum bátum gat séra Oddur ekki sætt sig við tíð sjóslys og að Íslendingar stæðu utan við þá iðnbyltingu sem þá var hafin í Evrópu. Sr. Oddur barðist ötullega fyrir bættum öryggismálum sjómanna, lagði grunn að slysavörnum á Íslandi, auk ýmislegs annars sem hann tók séra fyrir hendur. 

Víðir Guðmundsson fer með öll hlutverk í leiknum auk þess sem hann leggur út frá sögunni frá eigin brjósti. Leikstjóri er Bergur Þ. Ingólfsson.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is