Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
16. september. 2009 07:35

Ráðherra segir sameiningu sveitarfélaga enga heildarlausn

Jón Bjarnason, landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra segir sameiningu sveitarfélaga ekki vera neina heildarlausn í vanda þeirra. „Sameining sveitarfélaga þarf að vera á forsendum íbúanna í sveitarfélögunum til að styrkja þjónustuna og efla stjórnsýsluna í sveitarfélögunum. Það þýðir ekkert endilega sparnað. Hún má ekki koma niður á nærþjónustunni en sú hætta er alltaf fyrir hendi. Menn mega ekki horfa á sameiningu sveitarfélaga sem einhverja sparnaðarleið. Sameiningar hafa sjaldnast sparnað í för með sér,” sagði Jón í samtali við Skessuhorn þegar hann var staddur á aðalfunndi SSV fyrir helgi.

Jón segir ljóst að Jöfnunarsjóður sveitarfélaga rýrist eitthvað en hann eigi þó að geta gegnt sínu hlutverki. „Sveitarfélögin eru ábyrg fyrir nærþjónustunni og hana þarf að tryggja. Sameining er ekkert stýritæki til að ná niður kostnaði. Það má ekki einblína á svoleiðis patentlausnir. Ef við sameinum tvö fátæk sveitarfélög fáum við bara eitt stórt fátækt sveitarfélag, þannig að menn ættu að varast allt svona lagað,” segir Jón Bjarnason.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is