Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
16. september. 2009 10:07

Óalgengt að fólk hafni vinnutilboði

Guðrún S Gísladóttir.
Það sem af er þessu ári hafa um 160 atvinnuleitendur fengið vinnu í gegnum Vinnumálastofnun Vesturlandi, þrátt fyrir miklu minna framboð af störfum en áður. Þetta segir Guðrún Sigríður Gísladóttir forstöðumaður stofnunarinnar á Vesturlandi. „Það hefur verið lítið framboð af störfum undanfarið en það tekur yfirleitt frekar skamman tíma að manna þau. Það er helst að það vanti núna á Snæfellsnesið í fiskvinnslu.  Á næstu dögum og vikum erum við svo að fara af stað með ýmiss námskeið sem atvinnuleitendum býðst ýmist ókeypis eða með styrk frá Vinnumálastofnun.“

Guðrún segir að sú umræða sem borið hefur talsvert á að undanförnu, að fólk sé að hafna vinnu í stórum stíl sé mjög einhliða og það sé ekki það sem hún upplifi. „Mín reynsla er að almennt taki atvinnuleitendur þeirri vinnu sem býðst. Auðvitað er eitthvað um það, líka á þessu svæði, að fólk hafi neitað vinnu, en ég get ekki sagt að það sé algengt. Almenna reglan er að fólk hefur mánuð til að leita sér vinnu og er ekki skylt að ganga í hvaða vinnu sem er á þeim tíma. Þegar sá tími er liðinn er mögulega horft til þess ef fólk hefur von um vinnu innan skamms tíma. Það er sjaldnast sem við getum boðið fólki draumastarfið, sérstaklega ekki á þessum tímum þegar atvinnuleitendur koma úr breiðari hópi en áður. Nú er talverður hópur mikils menntaðs fólk í hópi atvinnuleitanda. Við bendum fólki á að með því að taka starfið sé það að afla sér starfsreynslu og sé ekki að binda sig til framtíðar, áfram geti það leitað að draumastarfinu.“

 

Nánar er rætt við Guðrúnu í Skessuhorni sem kemur út í dag.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is