Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
16. september. 2009 02:18

Skortur á fangelsum

Fangelsi landsins eru nú yfirfull. Hér er fangelsið á Kvíabryggju í Grundarfirði.
Ragna Árnadóttir dómsmálaráðherra segir í samtali við RUV í dag að ráðuneytið hyggist leigja húsnæði fyrir 10 til 20 fangelsispláss og verður auglýst eftir því á næstu dögum. Haft var eftir Rögnu að það væri óviðunandi að ekki væri pláss fyrir fanga í fangelsum landsins. Biðlisti afplánunarfanga hefur lengst umtalsvert að undanförnu og bíða nú á þriðja hundrað brotamenn eftir afplánun. Fangelsi landsins eru yfirfull og hafa fangar ekki verið boðaðir til afplánunar í margar vikur. Samkvæmt heimildum Skessuhorns er gríðarmikið hringt til ráðuneytis dómsmála og boðið fram húsnæði. Ekki verður þó tekin ákvörðun um staðsetningu fyrr en eftir formlega auglýsingu þannig að allir sitji við sama borð í vali á nýjum stað fyrir bráðabirgðafangelsi. Sömu heimildir Skessuhorns herma að boðið verði fram húsnæði sem nú stendur ónotað meðal annars í Borgarfirði.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is