17. september. 2009 08:05
Alls komu 1399 gestir í Safnahús Borgarfjarðar í ágúst en voru 931 í sama mánuði í fyrra, sem er engin smáræðis fjölgun gesta. Alls höfðu 7.920 gestir komið í Safnahúsið fyrstu átta mánuði ársins en voru 6.561 á sama tímabili í fyrra og 5.362 árið 2007. Þessar upplýsingar komu fram á fundi menningar- og tómstundanefndar Borgarbyggðar í síðustu viku, en samkvæmt þeim virðist fjölga með ári hverju þeim sem leggja leið sína í Safnahús Borgarfjarðar í Borgarnesi.