Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
17. september. 2009 11:05

Rjúpnaveiðitímabilið ákveðið

Umhverfisráðherra hefur gefið út reglugerð um rjúpnaveiðar í vetur.  Tveimur helgum verður nú bætt við tímabilið en á móti kemur að veiðihelgar verða styttar úr fjórum dögum í þrjá, þ.e. frá föstudegi til og með sunnudegi. Því verða veiðidagar átján eins og í fyrra. Tímabilið hefst 27. október og stendur til og með 6. desember. Gert er ráð fyrir að þessi reglugerð gildi næstu þrjú árin nema óvænt þróun verði í rjúpnastofninum á þeim tíma. Ákvörðun umhverfisráðherra byggir á mati Náttúrufræðistofnunar á veiðiþoli rjúpnastofnsins og mati Umhverfisstofnunar á heildarveiði árið 2008. Að mati Náttúrufræðistofnunar er fækkun í rjúpnastofninum sem hófst 2005 og 2006 afstaðin og vöxtur í stofninum sem vart varð um austanvert landið í fyrra nær nú til alls landsins.

Sóknarskerðing sem ákveðin var haustin 2007 og 2008 kann að hafa haft þessi áhrif að mati stofnunarinnar, en veiðidögum var þá fækkað í átján. Stofnunin lagði því til að sóknargeta yrði ekki aukin umfram átján daga.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is