Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
17. september. 2009 02:28

Sér eftir hverri mínútu síns fólks í aðildarumsókn að ESB

Jón Bjarnason á fundinum.
„Núna er horft til sjávarútvegsins sem gefur 40% af okkar útflutningstekjum og það er líka horft til landbúnaðarins. Þessar undirstöðugreinar í íslensku þjóðlífi, sem var algjörlega búið að leggja til hliðar í þróun hins markaðsvædda Íslands, eru hafnar til vegs og virðingar að nýju. Svo er ferðaþjónustan að vaxa og tekjur af henni hafa aukist mikið í samfélaginu á þessu ári, bæði koma þar tekjur erlendis frá og ekki síst vegna aukinna ferða okkar Íslendinga hér innanlands. Þetta eru vissulega ánægjulegir hlutir sem hafa verið að gerast núna, sumir af nauðsyn en aðrir ekki,” sagði Jón Bjarnason landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra meðal annars í ávarpi sínu á aðalfundi Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi, en Jón var eini ráðherrann sem ávarpaði fundinn. Kristján L. Möller samgönguráðherra og ráðherra sveitarstjórnarmála hafði verið bókaður en kom ekki þar sem hann var í fríi í útlöndum.

Jón sagði að allt of mikill tími fari á næstunni í sínu ráðuneyti í að svara fyrirspurnum frá ESB vegna umsóknar um aðild að Evrópusambandinu. Ég ætla ekki að fjölyrða um það hve mér þykir það óskynsamlegt að sækja um aðild að Evrópusambandinu núna þegar við höfum næg verkefni hér heima fyrir. Ég sé eftir hverri vinnustund sem fer af hálfu ráðuneytisins í umsókn þessa þegar nóg verkefni eru önnur. Engu að síður er þetta verkefni sem við þurfum að vinna og þurfum að vanda vel til. Á landbúnaðar- og sjávarútvegsráðurneytinu hvílir einmitt stór hluti af þeirri vinnu sem þarf að vinna í þessu ferli. Það skiptir máli að við vöndum okkur vel og þessu þarf að svara á næstu vikum. Þegar þetta er búið þá kemur næsta ferli hvort við verðum samþykkt inn í þessa umsókn, hvort lög og reglur hér falla að umsókninni og svo framvegis. Við munum vinna að þessum málum eins vel og kostur er þannig að hagsmunum Íslendinga verði vel varið.”

 

Sjá nánar ítarlega umfjöllun um aðalfund SSV og svör Jóns Bjarnasonar við fyrirspurnum í Skessuhorni sem kom út í gær.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is