Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
18. september. 2009 08:02

Ráðherra vill auka aðgengi að skötusel

Jón Bjarnason
„Staðan með skötuselinn er sú að þegar hann var settur í kvóta á sínum tíma þá var veiðin fyrst og fremst úti fyrir Suðurlandi og Suð-Austurlandi. Obbinn af veiðiheimildunum er því tengdur þessum landssvæðum,” segir Jón Bjarnason landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra aðspurður um hvort ekki sé ástæða til að gefa út aukinn skötuselskvóta í ljósi þess að skötuselur er nú mjög útbreiddur með öllu vestanverðu landinu.  Grásleppusjómenn á Snæfellsnesi lentu til að mynda í vandræðum í vor vegna þess hve mikið kom af skötusel í netin. Þurftu þeir að leigja kvóta dýrum dómum og svo fór að sá kvóti varð ófáanlegur. Þá eru bátar með mikinn skötuselskvóta, eins og Glófaxi frá Vestmannaeyjum, nú gerðir út á veiðar á Breiðafirði en heimamenn þurfa að treysta á leigukvóta.

Jón Bjarnason segir að það hefði ekkert gagnast sjómönnum við Breiðafjörð að bæta við kvótann núna. Þá hefðu einungis þeir sem voru með kvóta fyrir fengið meira og aðrir þurft að leigja af þeim. „Það þarf að koma til lagabreyting.

 

Skötuselurinn hefur breiðst út og er kominn úti fyrir Vesturlandi og jafnvel úti fyrir Norðurlandi. Það er ekki hægt að segja að það sé sanngjarnt að þeir sem fengu kvóta vegna veiða á skötusel fyrir sunnan land fái margfaldar veiðiheimildir á öðrum miðum vegna þess að aðstæður í sjónum hafa gert það að verkum að skötuselur breiðist út. Þetta er í skoðun núna hjá ráðuneytinu hvernig megi breyta þessu þannig að sjómenn og byggðir fái aðgang að skötuselnum nokkurn veginn í takt við göngu skötusels fyrir þeirra landi. Ég geri ráð fyrir að flytja lagafrumvarp á fyrstu dögum þings í haust sem lúti að skötusel. Þess vegna gaf ég núna út lágmarksaflaheimildir á skötusel sem Hafrannsóknastofnun lagði til og miða þá við að breyta því þegar búið verður að breyta lögunum,” segir Jón. Hann segir þetta verða endurskoðað núna á fiskveiðiárinu og aðgengið að þessum fiski skoðað auk þess sem rannsóknir á útbreiðslu hans og æti verða auknar.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is