Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
17. september. 2009 03:30

Tekinn í beinni í viðurvist ráðherrans

TF-SIF
Neyðarlegt var að í sýningarflugi nýju eftirlitsflugvélar Landhelgisgæslunnar, TF-Sif, sl. þriðjudag með Rögnu Árnadóttur dómsmálaráðherra innanborðs og fjölmiðlafólk, var bátur staðinn að meintum ólöglegum veiðum. Það var tæplega 150 tonna bátur í útgerð Soffaníasar Cecilssonar í Grundarfirði, Sóley SH 124, sem var á togveiðum undan Barða milli Önundar- og Dýrafjarðar og sýndi eftirlitsbúnaður Sifjar skip sem virtist nærri 12 sjómílum innan togveiðimarkanna, þar sem veiðar eru bannaðar skv. lögum um veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands. Flogið var yfir skipið, haft samband við skipstjóra og honum tilkynnt að hann hafi verið mældur innan við leyfileg togveiðimörk. Var honum gert að hífa inn veiðarfæri og halda til hafnar þar sem mál hans yrði tekið til frekari rannsóknar.

Kom skipið til Grundarfjarðar í fyrrinótt þar sem málið er nú í höndum lögreglustjórans á Snæfellsnesi, sem annast skýrslutöku og rannsakar málið frekar, segir á vef Landhelgisgæslunnar.   

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is