18. september. 2009 03:05
Neytendasamtökin í samstarfi við Símenntunarmiðstöðina á Vesturlandi gangast fyrir námskeiðum um fjármál og heimilisbókhald fyrir almenning á nokkrum stöðum á Vesturlandi í næstu viku. Leiðbeinandi verður Ragnhildur Guðjónsdóttir. Námskeiðin verða í:
Stykkishólmi mán. 21. sept. kl. 09:00 til 11:00 í Ráðhúsinu við Hafnargötu.
Grundarfirði mán. 21. sept. 18:00 til 20:00 í Fjölbrautaskóla Snæfellinga.
Dalabyggð þri. 22. sept. kl. 18:00 til 20:00 í Auðarskóla.
Námskeiðin eru ókeypis en nauðsynlegt er að skrá sig því hámark 25 manns komast á hvert námskeið. Nánari upplýsingar og skráning hjá Símenntunarmiðstöð Vesturlands www.simenntun.is eða í síma 437-2390 og póstur: skraning@simenntun.is