21. september. 2009 08:05
Félagarnir í ÍA þurftu að játa sig sigraða á laugardaginn gegn Selfyssingum, sem um leið tryggðu sér deildarmeistaratitilinn í fyrstu deild karla í lokaumferð mótsins. Leikurinn fór 4-2. Víkingur Ólafsvík náði í stig í síðasta leik sínum með jafntefli gegn Fjarðabyggð; 1-1. Aðrir leikir fóru þannig að Haukar unnu Þór Akureyri 3-2, KA vann HK 3-2, Víkingur unnu ÍR 4-1 og Leiknir vann Aftureldingu 3-2.