22. september. 2009 11:48
Nú á haustdögum mun Sveinn Arnar Sæmundsson organisti í samvinnu við Akraneskirkju, fara af stað með tónleikaröð sem hann kallar Mánudagsmenningu! Lagt verður upp með að þeir listamenn sem fram koma, séu á Akranesi eða eigi rætur sínar að rekja þangað. “Hugmyndin er sú að efnisskrá hverju sinni verði u.þ.b. 45 mínútur og efnisvalið verður mjög fjölbreytt í vetur. Fyrstu tónleikarnir verða n.k. mánudagskvöld, 28. september í Akraneskirkju. Þar mun Hanna Þóra Guðbrandsdóttir sópransöngkona syngja nokkrar þekktar perlur úr söngarfi kirkjutónlistar, íslenskar sem erlendar. Hanna Þóra hefur vakið athygli fyrir fallega sópranrödd og fékk nýlega styrk úr minningarsjóði Geirlaugs Árnasonar. Sveinn Arnar mun sjá um meðleik á orgel. Tónleikarnir hefjast kl. 20 og er aðgangseyrir kr. 1000,” segir í fréttatilkynningu.