Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
22. september. 2009 02:34

Stóðu vaktinu á Vestnorden

Hluti vestlenska hópsins.
Í síðustu viku var hin árlega ferðakaupstefna Vestnorden haldin í Kaupmannahöfn og var að þessu sinni í umsjón Grænlendinga. Kaupstefnan er sameiginlegt verkefni Íslendinga, Grænlendinga og Færeyinga og er með áherslu á ferðalög til þessara landa. Að venju var kaupstefnan vel sótt og mættu kaupendur frá fjölda landa og má þar nefna auk Norðurlandanna; Ítalíu, Bandaríkjunum, Japan, Þýskalandi og Bretlandi.  Markaðsstofa Vesturlands kynnti ferðaþjónustu á Vesturlandi og lagði að þessu sinni áherslu á Sögulandið Vesturland. Fjöldi ferðaskrifstofa bókaði fundi hjá Markaðsstofunni og góðar viðtökur voru við Sögulandinu, að sögn Jónasar Guðmundssonar framkvæmdastjóra.

“Þetta var í fyrsta sinn sem við kynnum verkefnið Sögulandið Vesturland á kaupstefnu erlendis og viðtökur voru framar vonum. Ferðaskrifstofurnar hrifust mjög af því hvernig Sögulandið Vesturland var kynnt og því þjónustuframboði sem ferðaþjónar á svæðinu hafa fram að færa. Það er því ljóst að þær áherslur sem mótaðar hafa verið eru að skila sér og það verður gaman að halda áfram kynningu á Sögulandinu Vesturland á næstu arum,” segir Jónas.

Auk Markaðsstofunnar kynntu fjöldi íslenskra fyrirtækja þjónustu sína og frá Vesturlandi tóku fyrirtækin Hótel Glymur, Sæferðir, Hótel Búðir og Fosshótel þátt. Voru þátttakendur á því að áhugi ferðaskrifstofa fyrir Vesturlandi væri sívaxandi og því er ljóst að mikilvægt er að halda uppi öflugu markaðsstarfi í þeirri miklu samkeppni sem nú er í ferðaþjónustu á erlendum mörkuðum.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is