Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
23. september. 2009 11:02

Eldri borgarar hefja upp raust í Borgarbyggð

Frá fyrstu æfingu kórsins í gærkvöldi.
Kór Félags eldri borgara í Borgarbyggð er nú að hefja sitt fimmta starfsár. Að sögn Jenna R Ólasonar talsmanns kórsins verður í vetur sungið af hjartans list undir stjórn Zsuzusönnu Budai. “Kórinn hefur á liðnum árum tekið upp samstarf við hliðstæða kóra frá Blönduósi, Akranesi, Mosfellsbæ, Reykjavík, Kópavogi, Þorlákshöfn og úr Fljótshlíð og hefur hann heimsótt alla þessa kóra og fengið flesta þeirra í heimsókn hingað og suma oftar en einu sinni. Þessar gagnkvæmu heimsóknir hafa verið afar skemmtilegar og uppörvandi. Fyrst og fremst hefur kórstarfið svo miðast við að gleðja bæði kórfélaga og þá sem við höfum átt í samskiptum við. Þetta hefur tekist svo vel að á reglulegar æfingar okkar hafa mætt 30 – 40 manns,” segir Jenni.

Á síðasta vetri var kórnum valið nafnið Gleðigjafi og hyggjast kórfélagar gera sitt besta til að rísa undir því nafni. “Þó þátttaka hafi verið góð viljum við endilega fá fleiri félaga í kórinn og eru allir sem vilja syngja með okkur hjartanlega velkomnir. Reglulegar æfingar okkar eru í Félagsbæ frá klukkan 17 til 19 á þriðjudögum. Þá er rétt að geta þess að lokum að á æfingarnar eru allir sem vilja sjá og heyra hvernig þetta fer fram hjartanlega velkomnir,” segir Jenni R Ólason að lokum.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is