Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
23. september. 2009 12:03

Samningurinn um tölvumálin framlengdur um eitt og hálft ár

Meirihluti bæjarstjórnar Akraness samþykkti á fundi sínum sl. þriðjudag að framlengja samning við Tölvuþjónustuna SecurStore um hýsingu og rekstrarþjónustu til næstu 18 mánaða frá og með 1. október næstkomandi. Fulltrúar minnihlutans í bæjarstjórn greiddu atkvæði á móti. Framlengingin feli í sér að verðlagning þjónustu lækki um 25% frá núgildandi gjaldskrá samningsins. Í bókun sem Eydís Aðalbjörnsdóttir fyrsti varaforseti lagði fram á fundinum, fyrir hönd meirihlutans, kemur fram að af undangenginni athugun bæjarstjóra og fjármálastjóra Akraneskaupstaðar á endurskoðun samninga Akraneskaupstaðar, þ.m.t. samninga um afritun og hýsingu tölvugagna, hafi meirihluti bæjarstjórnar ákveðið að endurskoða samþykkt bæjarráðs frá 19. júní sl. um útboð framangreindrar þjónustu.

Miklar umræður urðu um tölvumálin á bæjarstjórnarfundinum sem og á fundi bæjarstjórnar fyrir tveimur vikum, en fulltrúar minnihlutans hafa lýst þeirri skoðun sinni að eðlilegast væri að bjóða tölumálin út, enda muni verulegum fjárhæðum á því sem t.d. Akraneskaupstaður er að greiða fyrir þessa þjónustu og Akureyrarbær, en þar voru tölvumálin boðin út.

 

Í bókun meirihluta bæjarstjórnar Akraness segir einnig að á síðasta ári hafi verið unnið mikið starf við að sameina tölvukerfi Akraneskaupstaðar, innleiða nýjan tölvubúnað og koma á ljósleiðaratengingu stofnana Akraneskaupstaðar. „Meginmarkmiðið var að stuðla að áframhaldandi þróun í notkun upplýsingatækni hjá Akraneskaupstað jafnframt því sem breytingin átti að stuðla að auknu rekstraröryggi upplýsingakerfa og lækkun rekstrarkostnaðar. Í ljósi góðrar reynslu af nýgerðri innleiðingu, áhættu og kostnaði samfara útboði er það niðurstaða meirihluta bæjarstjórnar að framlengja tímabundið gildandi samning,“ segir einnig í bókuninni.

 

 

Tveir bæjarfulltrúar viku af fundi

Á fundi bæjarstjórnar þurftu tveir bæjarfulltrúar, einn frá meirihluta og annar frá minnihluta, að víkja tímabundið af fundi meðan mál þeim tengd voru tekin til afgreiðslu. Bæði þessi mál hafa verið mikið í umræðunni að undanförnu. Sala á hlut Orkuveitu Reykjavíkur í HS Orku til kanadíska fyrirtækisins Magma hefur verið mikið í fréttum og opinberri umræðu. Sveinn Kristinsson bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar er starfsmaður OR og kaus hann að kalla varamann sinn á fund meðan fjallað var um sölu hlutarins í HS Orku til Magma.  Hitt málið eru fyrrgreind tölvumál Akraneskaupstaðar. Gunnar Sigurðsson forseti bæjarstjórnar vék af fundi þegar tekin var fyrir framlenging á samningi um tölvumálin við SecureStore, en eins og þekkt er orðið er Örn sonur Gunnars einn eigenda fyrirtækisins. Gunnar hefur ítrekað þurft að víkja að fundum að undanförnu þar sem fjallað hefur verið um tölvumálin, vegna þessara tengsla.

 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is