Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
23. september. 2009 03:31

Farandverkamaður til sjós og lands

Magnús í Straumfirði við dúntekju.
Meðfram ströndinni utan Mýra eru ótalmargar eyjar og sker. Því er siglingaleið erfið enda hafa sjóskaðar orðið þar margir í áranna rás. Það sjóslys sem flestir hafa heyrt af er þegar franska rannsóknaskipið Pourquoi pas? fórst í aftakaveðri skammt undan bænum Straumfirði í Álftaneshreppi, á skerinu Hnokka 16. september 1936. Aðeins einn maður úr áhöfninni bjargaðist en 39 líkum skolaði á land, þar á meðal leiðangursstjóranum Dr. Charcot.  Flak skipsins var einmitt í fréttum í gærkvöldi vegna meints þjófnaðar í vor á munum úr því. Magnús Guðbjarnason er meðal síðustu ábúenda í Straumfirði. Sjálfur man hann ekki eftir strandi Pourquoi pas? árið 1936 enda ekki fæddur þá, en nokkrum árum síðar flutti hann ásamt foreldrum sínum, þeim Guðbjarna Helgasyni sem ættaður var úr Borgarfirði og Sigurlínu Hjálmarsdóttir sem ættuð var úr Aðalvík á Ströndum, í Straumfjörð.

Magnús er nú kominn á áttræðisaldur. Hann segist hafa verið viðloðandi búskapinn með föður sínum allt þar til faðir hans veiktist og dó, en hafi þá verið ákveðinn í að leggja ekki búskap fyrir sig sem ævistarf. Hann gerðist farandverkamaður á ýmsum stöðum til sjós og lands á vestanverðu landinu og í Grindavík. Hann segist sjá eftir því að hafa ekki sem ungur maður haft tækifæri til að prófa annað en bústörf. Blaðamaður Skessuhorns tók þennan hægláta mann, Magnús Guðbjarnason, tali fyrir skömmu. Rætt var um uppvöxtinn, veikindi hans sem barns, búskapinn og sitthvað fleira. Viðtal við hann birtist í Skessuhorni sem kom út í dag.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is