Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
24. september. 2009 08:05

Sundkrakkarnir slógu í gegn fyrir vestan

Myndarlegur hópur krakka frá Sundfélagi Akraness tók þátt í Vestfjarðameistaramótinu í sundi sem fram fór í Bolungavík um síðustu helgi. Þetta voru 23 krakkar á aldinum 10-12 ára, en það er orðin hefð hjá SA að fara með hóp barna á Vestfjarðamótið.

Krakkarnir stóðu sig öll mjög vel og bættu sig mikið í sínum greinum. Alls unnu Akranesingarnir til 26 gullverðlauna á mótinu auk fjölda verðlauna fyrir annað og þriðja sætið. Bestum árangri Skagamannanna að þessu sinni náðu þau Atli Vikar Ingimarsson sem varð sexfaldur Vestfjarðameistari og Anna Chucwunonso Eze sem vann til fjögurra gullverðlauna, bæði í flokki 12 ára og yngri.  Þá varð Kristinn Gauti Gunnarsson sexfaldur Vestfjarðameistari en hann keppti í flokki 13 ára og eldri.

Aðrir sem urðu Vestfjarðameistarar voru: Patrekur Björgvinsson, Sindri Freyr Ísleifsson, Júlía Björk Gunnarsdóttir, Sævar Berg Sigurðsson, Una Lárusdóttir, Linda María Rögnvaldsdóttir, Yrsa Karlsdóttir og Magðalena Lára Sigurðardóttir.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is