Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
25. september. 2009 10:02

Ráðuneytið neitar að afhenda spurningalista ESB á íslensku

Utanríkisráðuneytið hefur sent Bændasamtökunum svar við fyrirspurn þeirra um að fá afhenta íslenska útgáfu spurningalista framkvæmdastjórnar ESB. Ráðuneytið segir í svarbréfi að það hafi ekki í hyggju að leggja í þýðingu spurningalistans og ber m.a. fyrir sig kostnaði sem ráðuneytið áætlar að sé um 10 milljónir króna og verkið taki 2-3 mánuði að vinna. Með opinberri birtingu spurninganna telur ráðuneytið sig hafa gert almenningi kleift að kynna sér innihald þeirra með aðgengilegum hætti.

 

 

 

Í erindi BÍ var einnig vakin athygli á því að ýmsa fyrirvara þyrfti að gera varðandi landbúnaðar- og byggðamál þegar spurningalista ESB væri svarað. Slíkir fyrirvarar munu fylgja þeim svörum sem Bændasamtökin hafa unnið að beiðni sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytisins. Þá kom einnig fram ósk frá BÍ að sjónarmið þeirra varðandi hugsanlegan aðildarsamning verði látin fylgja nefndum svörum. Svör ráðuneytisins voru þau að þar sem svör Íslands muni eingöngu innihalda lýsingu á staðreyndum, löggjöf, innleiðingu löggjafar og framkvæmd hennar auk skipulags einstakra málaflokka telur ráðuneytið ekki tilefni til að senda samhliða svörunum álit einstakra samtaka á hugsanlegum aðildarsamningi.

Ein af ástæðum þess að BÍ óskuðu eftir því að fá spurningalistana sem vörðuðu landbúnað á íslensku voru þær að með þeim hætti væri auðveldara að kynna þá félagsmönnum. Um kynningu segir í bréfinu að ráðuneytið muni kynna Bændasamtökunum svörin þegar þau liggja fyrir. Þá segir í bréfinu að samningsmarkmið Íslands verði sett og kynnt á síðari stigum málsins og haft samráð við Bændasamtökin og aðra hagsmunaaðila þegar þar að kemur.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is