Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
25. september. 2009 05:06

Þegar hafa tíu skemmtiferðaskip pantað fyrir næsta ár

Eftirfarandi pistil birtu starfsmenn Grundarfjarðarhafnar á heimasíðu sveitarfélagsins í dag. Skessuhornsvefurinn birtir hér skrifin, enda ýmislegt fróðlegt þar að finna um komur skemmtiferðaskipanna í Grundarfjörð, horfur fyrir næsta ár og helstu framkvæmdir við höfnina:
”Nú er vertíð skemmtiferðaskipa lokið og heimsóknir í sumar voru 13 talsins. Þessi skip voru að samanlagðri stærð 300 þúsund tonn, báru með sér 7200 farþega auk 4000 áhafnarmeðlima. Til samanburðar var samanlögð stærð skipanna árið 2008 221 þúsund tonn, farþegar 6200 og 3000 í áhöfnum. Annað árið í röð tók sérlegur móttökuhópur á vegum hafnarinnar á móti gestum.

Hópinn skipuðu nokkrir vaskir Grundfirðingar af yngri kynslóðinni sem skipulögðu skemmtidagskrá samsetta úr víkingaleikjum, matseld, söng og dönsum. Markaðsfulltrúi hafnarinnar, Shelagh Smith, er nýkominn af ferðakaupstefnu í Hamborg, Seatrade Europe, þar sem áfram var unnið að markaðssetningu Grundarfjarðarhafnar. Nú þegar hafa 10 skip verið bókuð fyrir næsta sumar. Að meðaltali eru skipin stærri en undanfarin ár. Stærsta skipið, Ocean Princess, er 77 þúsund tonn.

 

Annars gengur lífið á höfninni sinn vanagang. Afli er þokkalegur. Framkvæmdir við höfnina ganga vel. Vinnu við öldudempandi fláa var lokið í síðustu viku og einnig uppsteypu á landstólpa fyrir landgang. Undirbúningur stendur yfir fyrir sjósetningu nýrrar flotbryggju.”

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is