Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
27. september. 2009 11:09

Nær fullt hús stiga en tap samt

Keppnislið Borgarbyggðar tók í gærkvöldi þátt í spurningaþættinum Útsvari í Ríkissjónvarpinu. Atti það kappi við lið Akureyrar þar sem þeir Erlingur Sigurðarson og Pálmi Óskarsson læknir fóru á kostum. Þessi þáttur var í raun einstakur í þessari þáttaröð fyrir þær sakir að bæði keppnislið voru með nær fullt hús stiga þegar yfir lauk. Einungis skyldu tvö stig liðin að í lokin og þurfti Borgarbyggð að lúta í gras gegn norðanmönnum 103:101. Nær fullvíst má telja að Borgarbyggð komist áfram í aðra umferð þar sem fjögur stigahæstu tapliðin úr fyrstu umferð halda áfram. Í liði Borgarbyggðar voru þau Heiðar Lind Hansson og Hjördís H. Hjartardóttir sem kepptu einnig síðasta vetur, en nú kom Stefán Einar Stefánsson í liðið og bætti það. Annars var frammistaða allra borgfirsku keppendanna til sóma.

Það sem skyldi á milli feigs og ófeigs var að keppendur gátu ekki svarað fimm stiga spurningu þar sem spurt var út í smáatriði úr kvikmyndinni Guðföðurnum. Þar með tapaðist forusta sem Borgfirðingar höfðu haft lengst af keppni.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is