Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
29. september. 2009 07:18

Heimaleikir ÍA verða á Jaðarsbökkum

„Við stefnum á að fylla Jaðarsbakkana í vetur og ef þeir duga ekki munum við þrýsta á að spila heimaleikina í íþróttahúsinu við Vesturgötu,“ segir Snorri Elmarsson formaður Körfuknattleiksfélgs ÍA, en félagið spilar sína heimaleiki í vetur í íþróttahúsinu að Jaðarsbökkum, ekki við Vesturgötuna eins og félagið gerði þegar það lék í efri deildum körfuboltans hér á árum áður.  Aðstaða fyrir áhorfendur að íþróttakeppleikum í íþróttahúsinu að Jaðarsbökkum er takmörkuð, aðeins hægt að troða þar á bekki meðfram vellinum um 100 manns. Skagamenn byrja þátttöku sína í 1. deildinni á því að fá Þór Þorlákshöfn í heimsókn föstudagskvöldið 9. október og verða föstudagar heimaleikjadagar ÍA-liðsins í vetur. Á sama tíma er fimleikafólk á æfingum í íþróttahúsinu við Vesturgötu, með mjög fjölmennan hóp iðkenda.

Snorri sagði í samtali við Skessuhorn að málin hafi þróast þannig að í ljós hafi komið að klukkan í íþróttahúsinu við Vesturgötu var ónýt. Bæjarráð hafi ekki séð sér fært að styrkja kaup á nýrri klukku, en síðan hafi reyndar komið í ljós að peningar voru til þannig að hægt var að kaupa klukku sem fékkst á góðu verði. „Þá var búið að raða niður öllum tímum og okkur stóð aðeins til boða að leika á sunnudögum við Vesturgötuna, en jafnvel að við yrðum að greiða kostnað vegna þess, þar sem íþróttahúsið er lokað á sunnudögum. Okkur fannst föstudagskvöldin miklu betri leiktími, þannig að við ákváðum að spila frekar á Jaðarsbökkunum þar sem við lékum okkar heimaleiki í 2. deildinni. Okkur finnst samt slæmt að fá ekki inni í íþróttahúsinu við Vesturgötu, þar sem miklu betri aðstaða er til allra hluta fyrir okkur,“ segir Snorri Elmarsson. 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is