Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
29. september. 2009 12:06

Hvetja stjórnvöld til að vakna af Þyrnirósarsvefni

“Vakna þú mín þyrnirós,” er yfirskrift ályktunar um efnahagsstjórnun hér á landi og samþykkt var síðastliðinn mánudag í stjórn Stéttarfélags Vesturlands. Þar segir: “Stjórn Stéttarfélags Vesturlands lýsir yfir áhyggjum af aðgerðarleysi stjórnvalda í efnahags- og atvinnumálum. Eilífar illdeilur um keisarans skegg, hvort sem eru innan ríkisstjórnar eða við stjórnarandstöðuna skila engum árangri, draga mátt úr þjóðinni og koma í veg fyrir að menn snúi sér að brýnni verkefnum.  Ríkistjórnin þarf að láta verkin tala og hefja uppbyggingu atvinnu- og efnahagslífs. Því meiri tíma sem eytt er í gagnslaust þref, því dýpra sökkvum við í fen vonleysis og skulda,” segir í upphafi ályktunarinnar.

Þá segir að stjórn félagsins vari við því að gengið verði of langt í niðurskurði í opinberum framkvæmdum og þjónustu, hvort sem um er að ræða ríki eða sveitarfélög. Slíkt auki einungis á atvinnuleysi. “Menn mega ekki spara sér til skaða. Að segja upp starfsmönnum í láglaunastörfum hjá ríki og sveitarfélögum hefur ekki mikinn raunverulegan sparnað í för með sér. Stjórnvöld verða að þora að ráðast í mannaflsfrekar framkvæmdir og viðhalda grunnþjónustu.

Einnig þarf að koma hjólum atvinnulífsins af stað aftur m.a. með lækkun vaxta. Lækkun vaxta mun einnig létta byrgðar heimilanna í landinu, sem bíða í ofvæni eftir úrlausn sinna mála. Menn munu aldrei finna þá lausn sem allir telja réttláta og sanngjarna, kominn er tími til að velja einhverja af þeim fjölmörgu hugmyndum sem komið hafa fram á sjónarsviðið. Tímafrekar bollaleggingar fresta aðgerðum og frestur eykur vandann. Nú þegar ár er liðið frá því að efnahagskerfi þjóðarinnar hrundi, er kominn tími athafna. Dragist þær enn meira á langinn er voðinn vís.”

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is