Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
29. september. 2009 03:03

Sauðamessa verður 17. október

Yfirsauðir
Vegna stigvaxandi þrýstings frá Alþjóða gjaldeyrissjóðunum, landbúnaðarnefnd Evrópusambandsins, Samtökum fjárfesta og fjölda annarra hagsmunaaðila, vina vandamanna og velunnara, hefur verið ákveðið að blása enn einu sinni til Sauðamessu í Borgarnesi. Messað verður í Skallagrímsgarði laugardaginn 17. október og hefst messugjörð formlega með fjárrekstri frá Dvalarheimili aldraðra í Borgarnesi kl. 13.30 að staðartíma. Á annað hundrað fjár verður þá rekið í gegnum Borgarnes eftir ýmsum krókaleiðum og í rétt sem verður rétt við Skallagrímsgarð. Í og við garðinn verður síðan hátíðardagskrá fram eftir degi.

Á dagskránni verða fjölmörg kindarleg skemmtiatriði og, líkt og fyrri ár, verður boðið upp á ærlegt markaðstorg. Þar geta falboðið sinn varning allir þeir sem á einhvern hátt geta tengt sig við sauðkindina. Þá viljum við gjarnan fá til leiks sem flesta bændur er stunda heimavinnslu afurða, jafnvel þótt hráefnið geti ekki jarmað. Grænmetisbændur eru einnig boðnir hjartanlega velkomnir enda er sauðkindin græmetisæta.

 

Margvísleg afþreying verður í boði. Meðal annars keppni í fjárdrætti (sem er reyndar að verða úr sér gengið atriði vegna fjölda fagmanna í þeirri grein), Íslandsmótið í sparðatíningi, keppni í að teygja lopann, leitin að nál í heystakki og ýmislegt fleira sem nánar verður kynnt síðar. Öllum gestum verður boðið upp á ókeypis kjötsúpu í boði sauðfjárbænda í héraði sem Raftar, einnig úr héraði, sjá um að bera fram. Dagskrá Sauðamessu lýkur með réttarballi um kvöldið. 

 

Varðandi sölubása og aðstöðu í tjöldum þá er það Hlédís Sveinsdóttir sem sér um skráningu, síminn hjá Hlédísi er 892-1780, netfang: hlediss@gmail.com

Fréttatilkynning frá Sauðamessa 2009

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is