Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
30. september. 2009 08:06

Þjónustukaup kærð til kærunefndar útboðsmála

Ákvörðun meirihluta bæjarstjórnar Akraneskaupstaðar í síðustu viku um að framlengja samning um tölvuþjónustu við fyrirtækið SecureStore virðist ætla að draga dilk á eftir sér. Nú hefur upplýsingatæknifyrirtækið Omnis ehf. krafist þess með kæru til kærunefndar útboðsmála að samningaferli Akraneskaupstaðar við SecurStore verði stöðvað. Þar er þess einnig krafist að bæjarstjórn verði gert að bjóða út innkaup á tölvuþjónustu og einnig að kærunefndin meti hvort bærinn beri skaðabótaskyldu gagnvart Omnis ehf. Í erindinu til kærunefndarinnar kemur fram það álit Omnismanna að hinn nýi samningur við SecurStore kosti bæjarfélagið í heild um 30-37,5 milljónir króna næstu 18 mánuði sem sé langt umfram öll mörk útboðsskyldu hvort sem litið er til nýsamþykktrar innkaupastefnu bæjarins eða viðmiðunarfjárhæða laga um opinber innkaup.

Nánar er greint frá málinu í Skessuhorni sem kemur út í dag. Þá skrifar bæjarstjóri og fjármálastjóri Omnis greinar í blaðið þar sem téður samningur er til umræðu.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is