Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
30. september. 2009 10:03

Raunfærnimat er tækifæri til að afla sér fullra réttinda

Iðunn Kjartansdóttir
„Núna er tækifærið fyrir þá sem hafa ekki aflað sér fullra réttinda, eiga ennþá óklárað nám, að ná sér í réttindin. Raunfærnimatið er hugsað sem tækifæri fyrir það fólk,“ segir Iðunn Kjartansdóttir náms- og starfsráðgjafi hjá Iðan fræðslusetri, sem nýlega bauð upp á kynningu á Vesturlandi á raunfærnimati í samvinnu við Símenntunarmiðstöð Vesturlands. Þessir kynningarfundir voru ekki vel sóttir og segir Iðunn að greinilegt sé að það þurfi að kynna raunfærnismatið innan fyrirtækjanna og efna til annarra kynningarfunda áður en langt um líður. Þá er hægt að nálgast upplýsingar um raunfærnismatið hjá Símenntunarmiðstöð Vesturlands.

Í spalli við Iðunni kom fram að það sem kallað er raunfærni er: “Samanlögð færni sem einstaklingur hefur náð með ýmsum hætti, s.s. starfsreynslu, starfsnámi, frístundanámi, skólanámi, félagsstörfum og fjölskyldulífi.”

 

„Margir einstaklingar á vinnumarkaðnum hafa í gegnum áralanga reynslu byggt upp umtalsverða færni í ákveðinni iðngrein, en ekki lokið námi af einhverjum ástæðum. Þessir einstaklingar búa yfir raunfærni sem vert er að skoða og meta. Fræðslumiðstöð atvinnulífsins hefur mótað aðferðafræðina, ráðgjöf og þjálfun fagaðila, en við hjá Iðan fræðslusetri höfum umsjón með raunfærnimati í iðngreinum. Mat á raunfærni byggist á því að meta færni einstaklinga og setja fram raunstöðu hans í sinni iðngrein. Að því loknu eru allar leiðir skoðaðar til þess að einstaklingur ljúki námi.“

 

Skilyrðin fyrir þátttöku í raunfærnimati er 25 ára lífaldur og 5 ára staðfestur vinnutími í greininni sem einstaklingur hyggst ljúka námi í. Iðunn segir mikilvægt að hafa í huga að raunfærnimat er ekki undanþága frá þeim kröfum sem gerðar eru samkvæmt aðalnámsskrá og einungis er verið að meta faggreinar brautarinnar.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is