01. október. 2009 08:02
Við vígslu nýja ungmennahússins í kjallara Menntaskóla Borgarfjarðar sl. þriðjudag opnaði ungur ljósmyndari úr Borgarnesi sína fyrstu sýningu. Þetta er Rakel Erna Skarphéðinsdóttir en hún hefur haft ljósmyndun að áhugamáli síðustu árin. Sýnir Rakel Erna tíu myndir sem hún tók árin 2008 og 2009.
Annar langveggur í nýja ungmennahúsinu er hugsaður til að ungt listafólk geti sýnt þar verk sín; málverk, ljósmyndir eða hvaðeina sem það vinnur að.