Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
01. október. 2009 12:03

Mótmæla vinnubrögðum ríkisstjórnarinnar

Ungir Framsóknarmenn á Akranesi vilja koma á framfæri hneykslun sinni á vinnuaðferðum núverandi ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur. Með ályktun sem félagið samþykkti á aðalfundi í gærkvöldi er hnykkt á nokkrum augljósum vanköntum í verkum ríkisstjórnarininnar, eins og segir í fréttatilkynningu frá félaginu. Minnt er á yfirlýsingar ríkisstjórnarinnar um aukið lýðræði, gegnsæi og aukið upplýsingaflæði. “Stefnuleysi, sundrung og verklag er gagnrýnt harðlega ásamt fórnarfýsi forsætisráðherra og afsögn Ögmundar Jónassonar nefnd í því samhengi. Að lokum eru skorað á ríkisstjórnina að taka upp betri stjórnhætti. Með þessari ályktun vill FUF á Akranesi benda á augljósa vankannta og bresti í stefnu ríkisstjórnarinnar í öllum veigamiklum atriðum, jafnvel í þeim málum sem hún þó barðist fyrir að haldið yrði í heiðri við myndun hennar.”

Ályktun aðalfundar: FUF á Akranesi:

“Aðalfundur félags ungra Framsóknarmanna á Akranesi lýsir yfir hneykslun sinni á aðferðafræði núverandi ríkisstjórnar. Þrátt fyrir digurbarkalegar yfirlýsingar um aukið lýðræði, gegnsæi og aukið upplýsingaflæði til almennings hefur ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur algerlega misst sjónar af þeim sjónarmiðum sem hún þó setti sér sjálf.

Í ljósi þess erfiða ástands sem uppi er, er þörf fyrir fumlausa og góða verkstjórn þar sem margar hendur eru látnar vinna í átt að sama markmiði, þessu er hins vegar öfugt farið í ríkisstjórn hinna miklu andstæða. Í staðinn fyrir að öllum sé ljóst hvað sé á dagskrá hverju sinni þá hefur hver ráðherrann sinn hentugleika að leiðarljósi sem leiðir til þess að almenningur og fyrirtæki í landinu hafa enga vitneskju um hvað sé í vændum og hvernig bera að haga seglum því þjóðin er stödd í einum allsherjar hvirfilvindi stefnuleysis. Sú stefna forsætisráðherra að reyna undir þessum kringumstæðum að beygja menn til hlýðni er ekki til þess fallin að koma málum í réttan farveg, nær væri að leita samráðs þegar mikilvægar ákvarðanir eru teknar og fórna ekki meiri hagsmunum fyrir minni.  Þessi sundrung rikisstjórnarinnar kom berlega í ljós í umfjöllun um Icesave málið sem endaði með afsögn Ögmundar Jónassonar. Þar skín í gegn fórnargleði forsætisráðherra sem ekki virðist hafa séð sólina í háa herrans tíð fyrir hinu mikla regluverki ESB, sem hún og hennar samflokksmenn dýrka svo og dá, minnt skal á að kapp er best með forsjá.

Ungir Framsóknarmenn á Akranesi skora því á Jóhönnu Sigurðardóttir og ríkisstjórn hennar, að vinna að samræmingu aðgerða, koma sér upp alvöru verkáætlun, leita eftir sem mestu samráði við lausn erfiðra mála, fá ráðherra til að vinna í þá veru að halda megi í stöðuleikasáttmálann og vinna eftir þeim markmiðum sem þar voru sett fram. Jafnframt er skorað á Jóhönnu Sigurðardóttur að taka ábyrgð á því þegar ekki er meirihluti fyrir ákvörðunum hennar eða samflokksmanna, þá gildir lýðræðið, já  meirihlutinn ræður!”

 

Fréttatilkynning f.h. aðalfundar Félags ungra Framsóknarmanna á Akranesi.

30.09.2009

Steinunn Guðmundsdóttir

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is