Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
01. október. 2009 01:20

Óvissa um rekstur Baldurs og áhöfn því sagt upp

Sæferðir í Stykkishólmi, sem reka Breiðafjarðarferjuna Baldur, hafa sagt upp allri áhöfn skipsins, 14 manns. Er það gert í sparnaðar- og varúðarskyni. Að sögn Péturs Ágústssonar skipstjóra og framkvæmdastjóra Sæferða er ástæðan sú að samningur um vetrarsiglingar yfir Breiðafjörð á ferjunni rennur út um áramótin og verður ekki ljóst fyrr en um miðjan þennan mánuð hversu Vegagerðin leggur til mikla fækkun ferða í vetraráætlun, en undanfarna vetur hefur ferjan siglt sjö sinnum í viku. “Við funduðum með fulltrúum Vegagerðarinnar 23. september síðastliðinn og þar var nefnt að ferðum gæti fækkað allt niður í 3-5 á viku. Mér finnst það reyndar hressilega á tekið. Það er talað um að Vegagerðin þurfi að spara 10-15% í rekstri, en fækkun um eina ferð á viku hjá okkur jafngildir 14,3% niðurskurði. Ef menn ætla að vera sjálfum sér samkvæmir ætti því að hámarki að fækka um eina ferð á viku,” segir Pétur.

Siglingar ferjunnar eru niðurgreiddar níu mánuði ársins, utan sumartímans, og á eftir að koma í ljós hversu margir verða endurráðnir þegar vetraráætlun liggur fyrir. Pétur segir að hægt sé að reka skipið með einfaldri, sjö manna áhöfn, án vakta. Hann nefnir einnig að það myndi hafa minnst áhrif á atvinnulífið á svæðinu ef helgarferðum fækkaði.

 

Öryggi íbúa í húfi

“Það er nýbúið að tilkynna sveitarstjórnarmönnum að það eigi að skera niður bæði snjóblástur og hálkueyðingu á Barðaströnd. Þannig að fækkun ferða Baldurs í ofanálag eru grafalvarleg tíðindi fyrir íbúa á sunnanverðum Vestfjörðum.  Við höfum fullan skilning á því að menn séu að reyna að spara í opinbera geiranum. Menn hljóta hins vegar að ætla að skera samsvarandi í öllum ferjusiglingum hér við land. Í það minnsta hlyti það að heyra til tíðinda ef taka á pólitíska ákvörðun um að skerða ferjusiglingar hlutfallslega meiri á þessu svæði, en sparnaðarkrafa Vegagerðarinnar hljóðar uppá,” segir Pétur en bætir því við að Sæferðir séu fyrst og fremst verktaki í þessu samhengi og hafi því minna um málið að segja en íbúarnir sem ferjan þjónar. “Þeir sem njóta þjónustunnar gætu þurft að hafa áhrif á hvernig þessum ferðum verður háttað eftir áramótin. Samgönguöryggi hefur ekki verið til að hrópa húrra fyrir á sunnanverðum Vestfjörðum og því er ekki á bætandi ef fækka á verulega ferðum Baldurs,” sagði Pétur að lokum.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is