Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
01. október. 2009 03:03

Verksmiðjan er flaggskipið í flota Elkem

Járnblendiverksmiðja Elkem, horft út Hvalfjörðinn.
Ljósm. Mats Wibe Lund.
„Ég er nú einn af nýgræðingunum hérna, byrjaði störf hér í apríl í fyrra. Hér eru hins vegar margir starfsmenn sem hafa verið frá upphafi,” segir Einar Þorsteinsson forstjóri Elkem Ísland á Grundartanga í upphafi samtals sem blaðamaður Skessuhorns átti við hann fyrir skömmu. Einar hefur víða komið að stjórnun fyrirtækja. Var meðal annars forstjóri Íslandspósts í átta ár. Á Grundartanga stýrir hann fjölmennum vinnustað sem í gegnum tíðina hefur gengið undir nafninu Járnblendiverksmiðjan. Þar hefur járnblendi eða kísiljárn verið framleitt í 30 ár og eru því tímamót í sögu verksmiðjunnar á þessu ári. Verkefnum verksmiðjunnar hefur verið að fjölga og þar er nú einnig framleitt dýrara hráefni sem nauðsynlegt er við framleiðslu á hertu gæðastáli.  

En þótt Járnblendiverksmiðjan hafi vissulega verið frumbygginn á Grundartanga þá er verksmiðjan ekki lengur ein á svæðinu. Þar er Norðurál með verksmiðju sína, þar er höfnin með sínu iðandi mannlífi og ýmis tengd fyrirtæki. En hafnsæknum fyrirtækjum er nú tekið að fjölga á Grundartanga. Ef Einar Þorsteinsson reynist sannspár þá gætu eftir áratug eða svo starfað fimm til sex þúsund manns á Grundartanga, eða svipaður fjöldi og allir íbúar Akraness.

 

Sjá ítarlegt viðtal í Skessuhorni vikunnar við Einar þar sem hann kynnir starfsemi Elkem og framtíðaráætlanir þessa mikilvæga fyrirtækis.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is